Yngri flokkar - Breiðablik Shellmótsmeistari 2013

29.jún.2013  17:33
Breiðablik sigraði Þór frá Akureyri í úrslitaleik Shellmótsins 2013. Leikurinn fór fram á Hásteinsvelli 29. júní kl:16:30 í glampandi sól. Blikar spiluðu gríðarvel í úrslitaleiknum sem og í öllu mótinu, liðsheildin allsráðandi og sendingar allar vel ígrundaðar og flottar. Þór Ak spilaði einnig mjög vel í mótinu og eiga hrós skilið semog allir þátttakendur í mótinu.