Yngri flokkar - Handboltavertíðinni að ljúka

24.apr.2013  08:34

Tveir yngri flokkar ÍBV eiga möguleika á Íslandsmeistaratitli um helgina

Nú um helgina er lokahelgi yngri flokka í handbolta. Í Vestmannaeyjum fer fram mót í 6. flokki karla á föstudag og laugardag. 5. flokkur kvenna eldra ár keppir í Garðabænum um helgina og eru þær í mjög góðri stöðu, efstar fyrir túrneringuna og geta um helgina tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. 4. flokkur karla yngra árið leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn gegn HK í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi sá leikur fer fram klukkan 11:00 á laugardagsmorgun (ath. breyttur leiktími!). Annars hafa yngri flokkarnir verið að standa sig ansi vel í handboltanum í vetur. 6. flokkur kvenna yngra árið stóð sig frábærlega unnu síðustu túrneringuna um síðustu helgi og enduðu í 2. sæti Íslandsmótsins. 
3. flokkur karla sigraði 2. deildina skelltu svo Fram (3 sæti í 1. deild) í 8 liða úrslitum en töpuðu fyrir FH í Kaplakrika í 4 liða úrslitum. 4. flokkur karla eldra ár féll út fyrir Haukum (1. sæti í 1. deild) á útivelli í 8 liða úrslitum með 2 mörkum. 4. flokkur kvenna teflir fram einu liði (eldra ár) þær féllu út fyrir HK í 8 liða úrslitum hér í eyjum. Unglingaflokkur kvenna komst í 4 liða úrslit en laut í lægra haldi fyrir Fram í Reykjavík. Aðrir flokkar hafa einnig staðið sig með prýði og verið sér og félaginu til sóma í vetur