Yngri flokkar - Handboltaferð að hætti alvöru Eyjapeyja

23.apr.2013  09:58
Farið var á Laugardegi með Herjólfi til Þorlákshafnar vegna slæmrar veðurspár 
en af því að peyjarnir voru svo spenntir fyrir einu ferðinni á 
keppnistímabilinu , þá varð ekki aftur snúið. Mættum við í Herjólf og tók 
skipstjórinn á móti okkur eins og hann er vanur enda er honum annt um 
mannfólkið sem hann flytur. 28 peyjar og farstjórarnir Gústi , Jón Gísli 
„Z “, Halli „sófi“ og Þrösturinn. Nokkrir foreldrar komu með og stóðu þeir 
sig vel í ferðinni. Ferðin gekk vel en það var undiralda þannig að yngri 
peyjarnir voru flestir sjóveiki og vorum við á fullu að aðstoða þá með 
æludalla ofl.
Peyjarnir voru fljótir að jafna sig eftir ferðina og var 
nestið eiginglega klárað fyrir fyrsta leikinn. Þrösturinn sá um lið 3 og 
þeir unnu alla nema einn sem fór jafntefli. Hin liðin unnu einnig flesta leiki og 
töpuðu kannski einum af 6 sem er flottur árangur hjá Grétari og co. 
Peyjarnir voru svolítið æstir í fyrsta leiknum en svo jöfnuðu þeir sig enda 
ekki búnir að spila í allan vetur, bara æfa. Fararstjórarnir voru ánægðir 
með þá alla en það voru kannski smá vandamál milli peyjanna sem var leyst á 
staðnum af frábærum fararstjórum. Peyjarnir fengu verðlaun og ís eftir 
mótið í herjólfi en liðin 3 komust heim gegnum Landeyjarhöfn sem var 
glæsilegt. Ef peyjarnir voru eitthvað erfiðir þá höfðum við 2 stofur, og 
sjóararnir Halli og Simmi voru fljótir að aga þá og allir sofnaðir fyrir kl 
22 Selfoss sá um mótið sem var til fyrirmyndar en kvöldskemmtunin var 
þunn ,en peyjarnir okkar í sparifötum fóru uppá svið og redduðu stuðinu með 
nokkrum Eyjalögum og dönsum 
Eina vandamálið í ferðinni var að Þrösturinn gaf einum peyjanum 5 x 10kr 
kr.sem hann notaði í sleikjó sem hann fór að glenna framan í hina, og 
sagði að Simmi hafi gefið sér pening fyrir nammi þannig að eftir 1 mínútu þá

voru komnir 25 peyjar á eftir mér; ) p.s. þess vegna á ekki að leyfa 
vasapeninga í keppnisferðum og ég mæli ekki með að fara með spjaldtölvu á 
handboltamót af slæmri reyslu!!
Sigmar Þröstur Óskarsson