Yngri flokkar - Efnilegir krakkar skrifa undir samning

31.jan.2013  09:10
Tíu krakkar skrifuðu í gær undir samning í Týsheimilinu. Um er að ræða akademíu-samning sem krakkar sem hafa verið í akademíunni undanfarnar tvær annir skrifa undir. ÍBV sér um að borga skólagjöld og akademíugjaldið, einnig borgar handknattleiksdeild ÍBV skólagjöld í háskóla ef að krakkarnir ákveða að taka fjarnám og æfa með ÍBV í leiðinni.
Krakkarnir sem um ræðir eru Arnar Gauti Grettisson, Dagur Arnarsson, Magnús Karl Magnússon, Bergey Alexandersdóttir, Erla Rós Sigmarsdóttir, Guðdís Jónatansdóttir, Sandra Dís Sigurðardóttir, Sara Dís Davíðsdóttir, Selma Rut Sigurbjörnsdóttir og Sóley Harsldsdóttir. Í heildina hafa 13 krakkar skrifað undir svona samning.
Á myndina vantar Erlu Rós Sigmarsdóttur.