Yngri flokkar - ÍBV og Sjóvá framlengja samning

17.des.2012  10:38
Í morgun framlengdi tryggingarfélagið Sjóvá samning sinn við ÍBV-íþróttafélag. Sjóvá hefur undanfarin ár styrkt vel við bakið á yngri flokkum félagsins og verður þar engin breyting á næstu tvö árin. Það var Sigurður Bragason útibússtjóri Sjóvá í Eyjum sem skrifaði undir fyrir hönd Sjóvá og þeir Tryggvi Már Sæmundsson framkvæmdastjóri og Jón Ólafur Daníelsson yfirmaður yngri flokka félagsins fyrir hönd ÍBV.