Yngri flokkar - Frábær frammistaða hjá ÍBV um helgina.

28.nóv.2011  09:07
Leikmenn ÍBV í 5.flokki drengja og stúlkna stóðu sig frábærlega um helgina þegar ÍBV stóð fyrir Pepsí mótinu í handbolta. 
A-lið drengjana gerði sér lítið fyrir og sigraði efstu deild sem gefur þeim 10 stig til íslandsmeistaratitils.  ÍBV drengirnir eru í 2.sæti á eftir FH en aðeins munar 2.stigum á milli liðana.  3.mót eru eftir þannig að drengirnir eiga mikla möguleika á sigri.
B-lið drengjana átti möguleika á að vinna 3.deild B.  Þeir sigruðu 2 leiki en töpuðu 2 þeir töpuðu naumlega fyrir FH í lokaleik deildarinna sem skar úr um hvort liðið sigraði deildina.
Stúlkurnar stóðu sig einnig frábærlega.  Þær sigruðu 3.deild B með glæsibrag.  Stúlkurnar munu því leika í 2.deild á næsta móti þar sem þær munu gera harða atlögu að sæti í efstu deild.
 
ÍBV óskar þessum efnilegu handboltakrökkum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.