Yngri flokkar - Vímuvarnarvika 2011

21.okt.2011  10:24
Nú er hafin átaksvinna vegna VIKU 43 – vímuvarnarviku 2011. Til að upplýsa nánar um tilurð þessa viðfangsefnis þá er þessi fertugasta og þriðja vika í árinu tileinkuð forvarnarmálum á landsvísu. FÍÆT hefur verið þátttakandi í þessu verkefni ásamt mörgum öðrum grasrótarsamtökum sem eru að fást við málefni barna og ungmenna, ásamt þátttöku stjórnvalda.

Átakið 2011 er eftirfarandi: VIRÐUM RÉTT BARNA - til verndar gegn neikvæðum afleiðingum áfengis – og vímuefna.

 

Yfirlýsing verður send á stjórnvöld, fjölmiðla og á félagsamtök en hún verður formlega undirrituð í næstu viku af fulltrúum þeirra sem að verkefninu standa. „ Dagur og tímasetning undirritunar hefur ekki verið endanlega staðfestur og verður upplýst síðar“

 

VIKA 43 – vímuvarnarvikan hefst 23. október og lýkur 29. október

 

Til þess að miðla til sem flestra eru félagsmenn FÍÆT hvattir til að kynna sér efnið og deila því til þeirra sem málið varðar. Með virkri þátttöku og verkefnum, leggja allir eitthvað á vogaskálarnar í formi forvarna.