Yngri flokkar - Gæsla á Þjóðhátíð

13.júl.2011  09:31

fundur í Týsheimilinu í dag klukkan 17:30

Undanfarin ár hafa foreldrar eða forráðamenn iðkenda hjá ÍBV-íþróttafélagi tekið að sér gæslustörf í Herjólfsdal á Þjóðhátíð. Þessu framlagi hefur verið mætt með niðurfellingu æfingagjalda. Þetta fyrirkomulag hefur mælst vel fyrir. Félagið bíður foreldrum og forráðamönnum iðkenda sama fyrirkomulag við framkvæmd Þjóðhátíðar 2011.

Þeir sem áhuga hafa á þátttöku í gæslustörfum á Þjóðhátíð eru með bréfi þessu boðaðir til fundar í Týsheimilinu miðvikudaginn 13. júlí kl. 17.30.

Virðingarfyllst.

F.h. Þjóðhátíðarnefndar.

Páll Scheving Ingvarsson
Formaður