Yngri flokkar - Lokahnykkur í handboltanum hjá yngri flokkunum!

03.maí.2011  10:17
Um síðast liðna helgi voru margir krakkar frá Eyjum á fullu í lokamótum sinna flokka. Hér í eyjum var 6.flokkur karla og kvenna á mjög fjölmennu móti og viljum við nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem sóttu okkur heim og var framkoma og umgengni til fyrirmyndar. 

Segja má að ÍBV hafi farið á kostum á síðasta handboltamóti vetrarins sem fram fór hér í eyjum. Karlalið ÍBV sendi frá sér 5 lið.

A-liðið spilaði í efstu deild og hafnaði í 3.sæti í heildarstigakeppninni. Frábært lið þar á ferð. B-Liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði sína deild. Það gerði D liðið líka, en þeir sigruðu alla sína leiki. Það lið skipa strákar fæddir 2001 En mótið var ætlað árgangi 2000. E – liðið sem einnig er skipað strákum fæddum 2001 og 2002 lentu í öðru sæti í sinni deild.

ÍBV stelpur voru með tvö lið og lenti b-liðið í 3-5 sæti í 4 deild B. A-liðið lenti í 2. sæti í 2. deild, vann alla leikina nema síðasta leikinn sem var úrslitaleikur um 1. sætið í deildinni. Stelpurnar lögðu sig allar 100% fram og hafa tekið miklum framförum í vetur.

5. flokkur drengja var einnig á ferðinni í Hafnarfirði þeir léku alls níu leiki voru með tvö lið og skemmst er frá því að segja að allir leikir unnust og því sigrar í þeirra deildum.

ÍBV íþróttafélag óskar öllum þessum aðilum til hamingju með góðan árangur.