Fótbolti - Jafntefli í fyrsta heimaleiknum í sumar

31.maí.2010  13:45
ÍBV og Breiðablik gerðu jafntefli í fyrsta heimaleik ÍBV þetta sumarið.  Leikurinn var fjörugur og gátu bæði lið "stolið" sigrinum en þegar upp var staðið var jafntefli niðurstaðan og verða það að teljast sanngjörn úrslit.  Tryggvi Guðmundsson skoraði mark ÍBV í sínum fyrsta heimaleik í 13 ár í ÍBV búning.  Áhorfendur fjölmenntu á völlinn og studdu dyggilega við bakið á Eyjaliðinu. 
Alls voru um 900 áhorfendur á vellinum og eru mörg ár síðan eins góð mæting hefur verið á vellinum.  Frábær stemmning og vonandi gefur þetta tóninn fyrir leikina í sumar.