Fótbolti - Leikmannakynning Elías Fannar

12.maí.2010  17:38
Elías Fannar Stefnisson er ungur Eyjapeyji sem hefur verið í ÍBV alla sína ævi. Fannar eins og hann er kallaður hefur verið í meistaraflokki ÍBV í nokkur ár og hefur staðið sig mjög vel. Fannar er varamarkmaður ÍBV og átti mjög góðan leik á móti FH í bikarnum síðsta sumar. Sú frammistaða sem dæmi vekur upp spenning að sjá þennan strák leysa mark ÍBV af í framtíðinni. Það verður gaman að sjá í sumar hvort Fannar veiti Alberti samkeppni í sumar. Fáum að kynnast honum aðeins betur.
Fullt nafn: Elías Fannar Stefnisson
Fæðingarár og staður: Er fæddur 1990 og í Vestmannaeyjum.
Hæð: 1.91
Hjúskapastaða: Giftur
Gælunafn: Fannsi
Númer: 30
Uppáhaldslið: ÍBV..
Erfiðasti andstæðingurinn? Yngvi bor á æfingum!
Drauma samherjinn? Bara fínir peyjar sem ég er með núna..
Hver grófastur í liðinu? Andri Ólafs.
Staða á vellinum sem leikmaður: Markmaður
Besti Íslenski leikmaður fyrr og síðar? Ásgeir Sigurvinsson
Hver er sætust í kvennaliði ÍBV? Allar jafnsætar.
Hver skorar mest utanvallar í liðinu? Skil ekki spurninguna...
Markmið: bara gera eitthvað sniðugt.
Motto: eriggi alltí góðu?
Fyndið atvik úr boltanum? Þar á Guðjón ólafsson stóran hlut að leika, vorum að spila 2 flokks leik á móti FH sem er ekki frásögufærandi nema að Guðjón sparkar boltanum fram og í því leggst hann niður og öskrar þvílíku sársaukaöskri, við hlaupum allir til hans haldandi að hann sé fótbrotinn þá hvíslar hann svona þvílíkt hratt „teygðu á mér!! ÉG ER MEÐ SINADRÁTT!!.“ Haha ómetanlegt.