Fótbolti - Leikmannakynning Ásgeir Aron Ásgeirsson

09.maí.2010  23:00
Fyrstur í röðinni í leikmanna kynningunni er sjarmatröllið Ásgeir Aron Ásgeirsson. Sonur Ásgeirs Sigurvins besta knattspyrnumanni Íslands fyr og síðar. Ásgeir gekk til liðs við ÍBV frá Fjölni núna fyrir sumarið og verður í lykil hlutverki með liðinu í sumar. Fáum aðeins að kynnast leikmanninum betur.
Fullt nafn: Ásgeir Aron Ásgeirsson
Fæðingarár og staður: 1986 Bad Canstadt (Þýskalandi)
Hæð: 186 cm
Hjúskapastaða: í sambandi
Gælunafn: GoGo , Skraron
Númer: 18
Uppáhaldslið: Man Utd. Og VFB Stuttgart
Erfiðasti andstæðingurinn? Það er rosalega erfitt að taka Finn öxl í öxl þegar hann er nýbúinn að pumpa byssurnar með byssubróðir sínum (Gústa sjúkraþjálfara)
Drauma samherjinn? Guðjón Ólafsson
Hver grófastur í liðinu? Það virðast allir vera voða prúðir, ég bíð spenntur eftir einni suddalegri pirrnings tæklingu á æfingu.
Staða á vellinum sem leikmaður: Hafsent og Miðjumaður
Besti Íslenski leikmaður fyrr og síðar? Það er náttla klárlega Geiri eldri
Hver er sætust í kvennaliði ÍBV? Pass á þessa spurningu... annars verður allt brjálað
Hver skorar mest utanvallar í liðinu? Ég er farinn að hallast að því að Ingó sé ansi duglegur utanvallar.
Markmið: Að leggja mig allan fram við að hjálpa ÍBV að komast aftur á toppinn þar sem þetta lið á heima.
Motto: Það verður að þora til að skora...
Fyndið atvik úr boltanum? Mér dettur bara núll hug ....það eru örugglega bara allir svo ófyndnir í kringum mig.