Fótbolti - ÍBV og Keflavík gerðu 1-1 jafntefli í Reykjaneshöllinni

17.apr.2010  17:23
Síðasti leikur ÍBV í lengjubirkarnum fór fram í Reykjaneshöllinni í dag. Við sóttum Keflavík heim sem eru í toppbáráttu í riðlinum. Umfjöllun um leikinn má lesa hér að neðan. ÍBV hefur lokið þáttöku sinni í Lengjubikarnum í 4 sæti. Stöðuna má sjá hér.
Keflavík komst yfir eftir það var dæmt víti á Yngva Borgþórs og var dómurinn vafasamur að sögn viðstaddra, Albert varði vítið en Guðmundur Steinarsson fylgdi á eftir og kom Keflavík yfir. Keflavík voru betri aðilinn í fyrri hálfleik með góðum stuðingi áhorfenda og staðan var 1-0 Keflavík í vil í fyrri hálfleik. Í seinni hálf leik voru ÍBV mun betri aðilinn en ÍBV varð fyrir áfalli og misstu hin efnilega Eið Aron af velli snemma í seinni hálfleik og inn á kom 2. flokks leikmaðurinn Hjálmar Viðarsson sem átti svo sendinguna á Eyþór Helga sem trygði ÍBV jafntefli. Markið kom eftir laglegt samspil Eyjamanna en Eyþór komst einn í gegn upp vinstri katinn og skoraði fallegt mark með hnitmiðiðu skoti í nærhornið frá marklínunni . Björn Sigursteinsson kom inná fyrir Pétur Run þegar korter var eftir og áttu 3 annarsflokk peyjar þátt þá í leiknum. Í lokinn reyndu bæði lið að knýja fram sigur en lokatölur urðu 1-1 og sanngjörn úrslit við gott lið Keflavíkur.
 
Lið ÍBV: Albert, Kjartan, Yngvi, Eiður(Hjálmar), Garner, Finnur Ólafs, Andri Ólafs, Ásgeir Aron, Tryggvi, Pétur(Björn) og Eyþór Helgi.