Fótbolti - Æfingaferð ÍBV að ljúka, halda heim í dag.

08.apr.2010  14:21
Í dag var síðasta æfing strákana á Spáni, því sló Heimir þjálfari upp léttri skotkeppni þar sem allir leikmenn liðsins kepptu um að komast á milli skotstöðva. Rauða Ljónið (Yngvi) tók snemma forustuna og hélt henni alveg þar til á síðustu tveimur stöðvunum, þá skutu Anton og Hjálmar sér framfyrir aðra menn í hópnum. Keppnin endaði svo með því að Rauða ljónið sem farið hefur á kostum að undanförnu stóð uppi sem sigurvegari ásamt Hjálmari sem hefur haft það hlutverk að hugsa um boltana og brúsana sökum aldurs.
 
Byssubræður (Finnur og Ágúst sjúkraþjálfari) fóru svo í lyftingarsalinn og enduðu ferðina á því að láta hótelkokkinn elda fyrir sig 6 egg á mann, til að fylla á próteinbyrgðirnar. Sjálfur TG eða herra 42  sem stóð uppi sem sigurvegari gærdagsins ásamt útlendingunum, þurfit að lúta í minni pokann fyrir Rauða Ljóninu í dag.  Framundan er nú heimför hjá drengjunum í kvöld, þeir  nýta nú síðustu mínoturnar til að sóla sig
Karlalið ÍBV dvaldi á Spáni í vikutíma og æfði við bestu hugsanlegu aðstæður en liðið er nú á leið til Íslands. Í ferðinni voru tveir s-afrískir leikmenn til skoðunar en Heimir Hallgríms­son, þjálfari ÍBV, segir ekki víst hvort þeir verði hjá ÍBV í sumar. „Þessir strákar komu algjörlega á eigin vegum til okkar og við erum að skoða þetta mál. Þeir heita Thato Mokeke og Keagan Buchanan, og eru báðir sóknar­miðjumenn. Þeir eru báðir ungir, annar þeirra gæti spilað með 2. flokki.“
 
Eyjamenn léku einn leik í ferð­inni, gegn spænska 3. deildarliðinu Ontenyente og unnu stórt, 16:0. „Við fengum ekki mikið út úr þessum leik. Mörkin gerðu þeir Eyþór Helgi sex, Tryggvi þrjú, Yngvi, Eiður, Keagan, Kjartan, Ásgeir, Anton eitt og Trausti Hjalta­son, framkvæmda­stjóri, setti eitt en hann skoraði eftir laglegan undirbúning búninga­stjórans, Jóhanns Sveins­sonar. Trausti fagnaði markinu með því að fara úr búningnum og hlaupa að stúkunni. Búninga­stjórinn elti hann enda var hann smeykur um að framkvæmda­stjórinn myndi henda búningnum upp í stúku,“ sagði Heimir.
 
www.eyjafrettir.is sögðu frá.