Fótbolti - Trausti Hjaltason

26.feb.2010  14:17

Ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar.

Trausti Hjaltason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV. Auglýst var eftir starfinu á dögunum. Trausti er fæddur og uppalinn Eyjamaður. Hann hefur spilað með yngri flokkum ÍBV, ásamt því að spila undir stjórn föður síns sem fyrirliði KFS.
 
 
 
Við í knattspyrnuráði ÍBV erum gríðarlega ánægð með að fá Trausta til starfa hjá okkur enda vanur öllu sem viðkemur knattspyrnu í Vestmannaeyjum, þar sem hann hefur spilað og starfað með KFS.
 
Ástæðan fyrir ráðningu á framkvæmdastjóra eru aukin umsvif deildarinnar og ekki hægt að sinna því einvörðungu með sjálfboðavinnu.  Trausti tekur við starfinu af Gest Magnússyni og viljum við nota tækifærið og þakka Gest fyrir vel unninn störf í þágu knattspyrnunnar í Vestmannaeyjum.
 
Trausti er mjög áhugasamur um starfið og hefur hlotið góða menntun sem nýtist okkur vel. Byrjar hann að starfa 1. mars og samningur hans gildir til áramóta.
 
Bjóðum við honum velkominn til starfa hjá okkur.
 
Knattspyrnuráð ÍBV.