Tvær í U-17. Tvær í U-19 og ein í A-landsliðið

19.jan.2010  14:14
Það má með sanni segja að framtíðin sé björt í kvennaknattspyrnunni.  Þær Sigríður Lára Garðarsdóttir og Svava Tara Ólafsdóttir voru valdar til æfinga um helgina með landsliði kvenna U-17.  Þær Kristín Erna Sigurlásdóttir og Elísa Viðarsdóttir með U-19 ára landsliðinu og þá var Þórhildur Ólafsdóttir boðuð til æfinga með sjálfu  A-landsliði Íslands.  Það má með sanni segja að það var þess virði að fá Sigurð Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfara til eyja um jólin til að fylgjast með og stjórna æfingu hjá stelpunum. Hann hreist mjög af háu tempói og hörku sem var á æfingunni ásamt skemmtilegu spili.  Sigurður Ragnar mun á næstunni stjórna annari æfingu hjá stúlkunum sem haldin verður í Reykjavík.