Fótbolti - Töpuðu báðum leikjunum um helgina

19.jan.2010  14:26
Meistaraflokkur kvenna lék um helgina tvo leiki í Faxaflóamótinu.  Leikið var gegn Stjörnunni og Grindavík en bæði þessi lið leika í úrvalsdeildinni.  Okkar stelpur töpuðu gegn Stjörnunni 4-1 í leik þar sem okkar stúlkur fóru afar ílla með góð færi.  Mark IBV skoraði Sóley Guðmundsdóttir.  Stjörnustúlkur voru sterkari aðilinn í leiknum en tölurnar of stórar.  Aftur á móti í leiknum gegn Grindavík voru okkar stúlkur mun sterkari aðilinn og náðu forystu með marki frá Söru Rós.  Grindavíkjafnaði eftir herfileg varnarmistök. Aftur náði IBV forystu með marki frá Hlíf eftir góðan undirbúning frá Kristínu og Evu Maríu.  En nokkrum sekúndum fyrir leikhlé gerðu okkar stúlkur sig sekar um önnur herfileg varnarmistök og Grindavík jafnaði leikinn.  Í Seinni hálfleik skoruðu  Grindavíkur stúlkur svo sigurmarkið og þar við sat.  Svekkjandi tap hjá IBV.   Á föstudag leikur  liðið gegn Breiðablik í Fífunni kl. 20.00.