Skeljungur semur áfram við ÍBV um Shellmótið

27.nóv.2009  09:03
ÍBV kynnir með stolti framlengingu á samningi við Skeljung um Shellmótið. Þar með er tryggt að þetta glæsilega mót mun áfram ganga undir nafninu ,,Shellmótið" næstu árin. Shellmótið hefur verið glæsilegasta mót sem haldið er á Íslandi ár hvert. Á annað þúsund strákar í 6. flokki mæta þá til Eyja og skemmta sér og sínum konunglega.
Shellmótið er haldið í júní ár hvert. Það næsta hefst fimmtudaginn 24. júní 2010. Rétt er að geta þess að frumkvöðull að mótinu var Lárus Jakobsson sem er því miður fallin frá. Shellmótsnefnd er mjög ánægð með að hafa náð áframhaldandi samningum við jafn öflugt fyrirtæki og Skeljungur er.