Fótbolti - ÍBV og Eimskip í samstarf

07.maí.2009  14:24
Knattspyrnudeild ÍBV og Eimskip hafa skrifað undir samstarfssamning fyrir keppnistímabilið 2009.   Þrátt fyrir að skrifað sé undir nú í byrjun maí hefur samningurinn verið í gildi frá því í vetur og reynst ÍBV mjög vel.

Á erfiðum tímum í efnahagslífi Íslendinga getur það reynst íþróttafélögum erfitt að finna styrktaraðila og vill knattspyrnudeild ÍBV þakka þeim Gylfa Sigfússyni og Bjarka Guðnasyni hjá Eimskip sérstaklega fyrir jákvæða nálgun á verkefninu sem skilar sér í þessum samning sem er jákvætt og mikilvægur þáttur í íþrótta og forvarnarstarfi í Vestmannaeyjum.  Eimskip styrkir félagið umtalsvert hvað varðar ferðatilhögun, m.a. yngri flokka.
Merki Eimskips mun vera framan á búningum meistaraflokks félagsins í sumar. Eins mun merki félagsins vera áberandi á Hásteinsvelli í sumar.
Samningurinn er til eins árs.

Á myndinni má sjá Gylfa Sigfússon forstjóra Eimskips og Sigursvein Þórðarson formann knattspyrnuráðs ÍBV handsala samninginn en fyrir aftan eru leikmenn ÍBV: f.v. Tonny Mawejje, Andri Ólafsson, Albert Sævarsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson og Augustine Nsumba í nýjum búningum liðsins.