Fótbolti - Úganda strákarnir komnir til landsins

24.apr.2009  10:04
Úgandaleikmennirnir þrír sem leika með ÍBV í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í sumar, komu til landsins í gær.  Þeir Andrew Mwesigwa og Augustine Nsumba hafa leikið með ÍBV undanfarið en sá þriðji, Tonny Mawejje er nýr í herbúðum liðsins.  Andrew er fjölskyldumaður og kemur nú í fyrsta sinn með eiginkonu sína, Doreen og dóttir þeirra, Cindy með sér.  ÍBV leikur gegn Grindavík í Vestmannaeyjum um helgina.

Úrvalsdeildarlið Grindavíkur er nú í æfingaferð í Eyjum en ÍBV og Grindavík munu leika tvo æfingaleiki.  Í kvöld, föstudag, leika B-lið félaganna klukkan 18.00 á Helgafellsvellinum.  Klukkan 17.00 á morgun, laugardag, mætast svo aðallið félaganna á sama velli og fá stuðningsmenn ÍBV kærkomið tækifæri til að sjá lið ÍBV fyrir átök sumarsins.

Hér að neðan má sá mynd af þremenningunum sem Jón Óskar Þórhallsson tók við komu þeirra til landsins.