Fótbolti - Úganda leikmenn koma til landsins á Sumardaginn fyrsta

17.apr.2009  20:23
Von er á þeim Andrew Mwesigwa, eða Sigga, Augustine Nsumba, Gústa og Tonny Mawejje til Íslands næstkomandi fimmtudag, 23. apríl. Sigga og Gústa þekkja Eyjamenn vel enda verður þetta fjórða tímabil Sigga fyrir ÍBV og það þriðja hjá Gústa. Tonny er nýr liðsmaður en Heimir þjálfari hreifst af honum í ferðalagi sínu til Úganda síðasta vetur.
Hann hefur verið fastamaður í landsliði Úganda við hlið fyrirliðans, Andy Mwesigwa.
Tonny er fenginn að láni frá Úganda. Þeir verða þó ekki einir í för því í ár tekur Siggi, eiginkonuna og fjögurra ára dóttur með sér til Eyja.
Pappírsvinnan í kringum komu þeirra félaga er mikil og vill knattspyrnuráð þakka Jóni Óskari Þórhallssyni kærlega fyrir ómetanlega hjálp í þeim efnum.