Fótbolti - Skrifað undir samning v/ knattspyrnuhúss.

27.jan.2009  09:20
Í hádeginu í gær var undiritaður samningur milli Vestmannaeyjabæjar og Steina og Olla vegna smíði hins nýja knattspyrnuhúss. Stór og merkur áfangi í íþróttasögu Vestmannaeyja. ÍBV Íþróttafélag bindur miklar vonir við þetta stórmerka framtak. Við erum ákaflega þakklát bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum fyrir að ráðast í þessa byggingu. Húsið á eftir að nýtast Eyjamönnum á öllum aldri við margs konar íþróttaiðkun, þótt knattspyrnan verði þar vafalaust langmest áberandi. Elliði Vignisson bæjarstjóri sagði við þetta tækifæri, að trúlega yrði hér í Vestmannaeyjum einhver besta aðstaða í heimi til hvers kyns íþróttaiðkana, sé miðað við höfðatölu. Enginn hefir alla vega enn dregið þá fullyrðingu í efa. Við eigum það til stundum Eyjamenn, að gleyma stóru stundunum í dægurþrasinu.