Stækkanlegt knattspyrnuhúss!!!!BRAVÓ. Til hamingju Eyjamenn.

19.des.2008  16:06

Afgreiðsla Bæjarstjórnar frá í gær:

Tillaga bæjarstjórnar af afgreiðslu á lið 2:
Í samræmi við útboðsskilmála fjölnota íþróttahúss sem boðið var út og opnuð 11. nóv. samþykkir bæjarstjórn að taka lægsta tilboði í stækkanlegt hús. Um er að ræða tilboð Steina og Olla að upphæð 349.929.966 kr. mv. gengi Evru 156. Um er að ræða stækkanlegt hús í málunum 60 x 75 m með bogahvolfþaki úr stáli.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra ennfremur að leita eftir samningum við lægstbjóðanda um breytingar á verkáætlun og framkvæmdafyrirkomulagi þannig að ekki komi til framkvæmda sem bera fyrst og fremst kostnað í erlendri mynt í núverandi efnahagsumhverfi.

Í samræmi við áherslur bæjarstjórnar í verklegum framkvæmdum felur bæjarstjórn bæjarstjóra einnig að leita allra leiða til að haga framkvæmdum þannig að efnisval og verkhættir leiði til mannaflsfrekrar framkvæmdar.
Elliði Vignisson (sign)
Guðlaugur Friðþórsson (sign)
Gunnlaugur Grettisson (sign)
Kristín Jóhannsdóttir (sign)
Páley Borgþórsdóttir (sign)
Páll Marvin Jónsson(sign)
Páll Scheving Ingvarsson (sign)

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.