Fótbolti - ÍBV komið með 8 stiga forystu í 1.deild

11.júl.2008  14:44

Á gær fengu eyjamenn Selfyssinga í heimsókn og var fyrirfram búist við hörkuleik enda liðin í tveimur efstu sætunum í deildinni. Eyjamenn mættu mjög ákveðnir til leiks en þeir fengu víti strax á 9. mínútu þegar að boltinn fór í hönd leikmanns Selfyssinga. Úr vítinni skoraði Bjarni Hólm Aðalsteinsson örugglega. Ekki leið á löngu þar til annað markið kom en það var 6 mínútum síðar eða á 15.mínútu og skoraði Andrew Mwesigwa það eftir hornspyrnu en Andrew hefur ekki spilað með ÍBV í 7 vikur vegna landsleikja hjá Úganda.

Í seinni hálfleik bætti ÍBV við þriðja markinu og skoraði Pétur Runólfsson það. ÍBV vann því leikinn örugglega 3-0 og var aldrei í hættu og eru með 8 stiga forystu í 1.deild. Næsti leikur íBV er gegn Leikni og er sá leikur í Breiðholti en þangað er ávallt erfitt að koma. Á Selfossi eigast við
Selfoss og Víkingur frá Reykjavík.