Fótbolti - Yngvi úr leik í 5-8 vikur.

05.jún.2008  02:17
Yngvi Borgþórsson fékk þungt högg á síðuna á upphafsmínútunni í bikarleiknum í gær gegn ÍR. Hann lék þó næstu 20 mínútur og hefði sennilega klárað leikinn en var gegn vilja sínum tekin útaf. Yngvi var lagður inn á sjúkrahúsið strax að leik loknum og kom í ljós að hann var illa rifbeinsbrotinn. Yngvi þarf að taka algjöra hvíld frá fótbolta í amk 5 vikur. Þetta er mikil blóðtaka fyrir ÍBV liðið og sérstaklega sárt fyrir þær sakir að Yngvi er rétt búin að ná sér eftir meiðsli sem hann hlaut á undirbúningstímabilinu. Við óskum Yngva skjóts bata og hlökkum til að sjá rauða ljónið aftur á vellinum.