Fótbolti - Upphitunarkvöld ÍBV fyrir knattspyrnusumarið á föstudag kl 20:30.

08.maí.2008  11:50

Í fyrra héldu leikmenn mfl karla ÍBV stuðningsmannakvöld í Týsheimilinu sem heppnaðist gríðarlega vel. Þar komu stuðningsmenn saman rifjuðu upp gamla tíma og spjölluðu um knattspyrnusumarið framundan. Þessi góða hugmynd verður endurtekin á föstudagskvöld kl 20:30

Tilgangur kvöldsins er fyrst og fremst að efla samstöðu og auka jákvæðni hjá stuðningsmönnum liðsins.

Guðný Óskarsdóttir formaður stuðningsmannaklúbbsins fer yfir hlutverk og viðburði klúbbsins.

Heimir Hallgrímson gerir upp tímabilið í fyrra, kynnir liðið í sumar, breytingarnar, væntingarnar og markmiðin hjá meistaraflokki karla.

Jón Ólafur Daníelsson kynnir meistaraflokk kvenna sem verður endurvakinn í sumar.

Hjalti Kristjánsson kynnir KFS og knattspyrnusumarið hjá þeim.

Þjálfararnir svara spurningum stuðningsmanna.

Meðlimir stuðningsmannaklúbbsins fá afhenta boli og árskort á leiki sumarsins. Árskort verða einnig til sölu á staðnum.

Allt kvöldið rúlla ljósmyndir frá liðnum árum úr fótboltanum hjá ÍBV. Gamlir ÍBV búningar og liðsmyndir verða til sýnis og eftirminnileg atvik úr leikjum ÍBV rifjuð upp á breiðtjaldi.

Aðalmálið er að hittast, eiga saman góða stund og gíra sig upp fyrir sumarið.

Húsið opnar 20:00

Kaffi og kökur í boði Arnórs Bakara.

Um kl 21:30 býður Kalli í Topp Pizzum stuðningsmönnum ÍBV upp á Pizza hlaðborð og Grímur kokkur kynnir einn af sínum frábæru fiskréttum.

Frítt gos frá Ölgerð Egils skallagrímssonar.

Aðgangseyrir er engin og allir stuðningsmenn velkomnir.

Leikmenn meistaraflokka ÍBV í karla og kvennaflokki.