Framkvæmdir í Herjólfsdal

22.apr.2008  14:03
Nú eru að fara í gang talsverðar framkvæmdir í Dalnum. Tjaldsvæði hvítu tjaldanna verður stækkað talsvert á efri pallinum. Einnig verða dældir og ójöfnur sléttaðar, og skipt um jarðveg framan við Þórs- og Týsgötu. Þetta er gert til að bæta svæðið í heild sinni og mæta sífellt stækkandi hústjöldum. Einnig er það staðreynd, að Vestmannaeyingum, bæði þeim sem hér búa og brottfluttum fer sífellt fjölgandi, sem sækja á Þjóðhátíð. Vestmannaeyjabær stendur að framkvæmdinni og mun ÍBV Íþróttafélag taka að sér að tyrfa og snyrta í lokafrágangi verksins. Þá verður einnig lokið við malbikun á hlaupabrautinni kringum Tjörnina í sumar. ÍBV Íþróttafélag fagnar myndarlegri aðkomu Vestmannaeyjabæjar að framkvæmdum í Herjólfsdal og væntir þess að framhald verði á bættri aðstöðu til hátíðarhalda í Dalnum á næstu árum.