Fótbolti - Jafntefli í þriðja æfingaleik ÍBV í Tyrklandi

05.apr.2008  07:22

Meistaraflokkslið ÍBV lék sinn þriðja leik á sex dögum í gær. Leikurinn var gegn sænsku liði í þriðju efstu deild, Assyria. Leikmenn ÍBV léku fyrri hálfleikin stórvel og voru 2-0 yfir í hálfleik. Pétur Runólfsson skoraði fyrsta markið en það seinna var sjálfsmark. Þeir sænsku voru mun sterkari í síðari hálfleik og komust yfir 3-2 áður en Atli Heimisson jafnaði 3-3 í lok leiksins. Mikill hiti var í Tyrklandi í dag 25 stiga hiti og logn.

Strákarnir fá frídag í dag. Margir munu notfæra sér það og fara í golf en glæsilegur golfvöllur er við hliðina á hótelinu. Aðrir eru búnir að lofa mömmu sinni að kaupa eitthvað fallegt handa henni og ætla í verslunarferð til Antalya sem er næsti bær og tekur um 40 mínútur í bíl að fara þangað

Annars er gott að frétta af hópnum og þeir hafa í allan staði verið félaginu til fyrirmyndar.

Spilaður var hin árlegi “pólski banki” sem er viss hefð í æfingaferðum hjá ÍBV. Að þessu sinni unnu kjúklingarnir bæði fyrsta og annað sætið og vinningurinn nam 750 Evrum. Fréttaritari vonar að unglingarnir kaupi nú eitthvað fallegt handa mæðrum sínum fyrir gróðan. Þeir eldri voru ekkert sérstaklega sárir enda er ekki óeðlilegt í dag að fjárfestingar skili miklum hagnaði. Einhver hafði það að orði að þessi fjárfesting hefði skilað minna tapi en að eiga hlutabréf í FL Group.