Fótbolti - Sigur á Kazakstönum

03.apr.2008  17:26

ÍBV sigraði lið frá Kazakstan í gær 4-1. Mörkin skoruðu Bjarni Rúnar Einarsson, Egill Jóhannsson, Atli Heimisson og Guðjón Ólafsson. Andstæðingarnir voru í slakara lagi og sigurinn hefði átt að vera mun stærri og fóru mörg dauðafæri forgörðum. Allir leikmenn tóku þátt í leiknum nema Brasilíumennirnir Alex og Italo auk Gauta er slæmur í hnénu og er handleggsbrotinn. Yngvi Borgþórsson og Kristinn Baldursson sem eru að jafna sig eftir meiðsli spiluðu í leiknum en Kiddi Gogga fékk ekkert að spila þrátt fyrir að hafa skorað á skotæfingu fyrr um daginn.

Á morgun (föstudag) spilar ÍBV við sænska liðið Assyria sem leikur í sænsku 2.deildinni. Annars ganga æfingar vel, æft tvisvar á dag. Vellirnir mættu vera betri og við höfum rætt um það að taka Kára Þorleifsson með í næstu æfingaferð því það er nauðsynlegt að kenna vallarvörðunum eitt og annað. Hótelið er þokkalegt og vel er hugsað um liðið. Í dag var rigning í Tyrklandi en annars hefur veðrið verið með besta móti.