Fótbolti - Þjálfarinn: Renaldo Christians

15.ágú.2007  11:52
Renaldo Christians er markmannsþjálfari hjá okkur í ÍBV og sér hann um markmenn í öllum flokkum. Hann hitti liðið fyrst úti á Benidorm í æfingaferð liðsins í vor og kom svo hingað til lands fyrir tímabilið. Hann fæddist í Suður-Afríku en flutti til Bandaríkjanna á níunda áratugnum og kynntist hann konu sinni þar í landi, nánar tiltekið í Chicago. Hann er í dag giftur henni og eiga þau fjögur börn. Renaldo er hress og skemmtilegur náungi og virkilega góður markmannsþjálfari sem gæti nýst ÍBV vel. En hvers vegna ætli Renaldo hafi ákveðið að koma alla leið til Vestmanneyja? ,,Ég og Gísli Hjartarson höfum verið í sambandi í nokkur ár. Ég kynntist Mark Schulte þegar ég var að vinna hjá Columbus Crew í Bandaríkjunum og hann hafði frábæra hluti að segja um Vestmannaeyjar. Ég aðstoðaði svo Jonah Long og Andy að koma hingað í fyrra og þeir elskuðu líka staðinn, rétt eins og Schulte. Svo vantaði mér nýtt lið og nýja áskorun og ég fékk tækifæri að koma hingað, sem ég nýtti mér."

Renaldo er búinn að vera á miklu flakki á undanförnum mánuðum á árum, er hálfgerður ævintýramaður og með mörg járn í eldinum. ,,Ég hef búið í Suður-Afríku, Swazilandi og í Bandaríkjunum bara á síðustu 10 mánuðum! Ég hef verið að vinna mikið í mannúðarmálum í Suður-Afríku ásamt því að halda þjálfunarfyrirlestra. Fyrir það var svo yfirþjálfari hjá liði í Swazilandi. Í Bandaríkjunum vann ég í ADIDAS prógramminu sem er svona þróunarprógramm fyrir yngri kynslóðina. Síðan vann ég hjá Columbus Crew. Í dag er ég að vinna fyrir ríkisstjórn Suður-Afríku að undirbúning Heimsmeistaramótsins þar í landi árið 2010 og svo er ég einnig að vinna að verkefnum er tengjast fiskveiðum og að stóru verkefni sem er fyrsta olíuborunin í Suður-Afríku. Auk þess er að ég að vinna að uppgangi knattspyrnunnar á eyjum í Karíbahafi."

Renaldo er sem fyrr segir, markmannsþjálfari, og hefur félagið verið mjög ánægt með störf hans í sumar. Hann hyggst dvelja hér áfram í vetur og fjölskyldan hans er komin öll til Eyja, komu fyrir Þjóðhátíð og upplifðu þau hana nú í fyrsta sinn. ,,Þessi hátíð var alveg jafn mögnuð og búið var að segja við mig," segir hann. Verið er að vinna í að koma börnum hans í skóla hér og Renaldo hræðist ekki íslenska veturinn enda segist hann hafa lifað nokkra erfiða vetur í Bandaríkjunum. Vonandi gengur allt upp hjá Renaldo og fjölskyldu hans svo að ÍBV geti notið áfram þeirra góðu krafta sem hann býr yfir. Hann svaraði svo að lokum kynningarspurningunum sem leikmenn hafa verið að svara hér á síðunni.

Nafn: Renaldo Rapheal Christians "Naldo"
Aldur: 27 ára
Fæðingarstaður: Höfðaborg (Cape Town) í Suður-Afríku, besta stað á jörðinni
Fjölskylda: Konan mín Emily og börnin mín Madeleine, Jonah, Aidan, Sophie
Uppáhaldslið? Arsenal
Uppáhaldsíþróttamaður? Muhammed Ali
Áhugamál? Íslenska útlendingaeftirlitið
Besti matur? Fiskur og franskar, karrí og hrísgrjón
Versti matur? Saklaus dýr sem eru drepin af óþarfa
Uppáhaldsdrykkur? Ginger bjór
Kanntu að elda? Að sjálfsögðu! Ef notkun á örbylgjuofni telst með...
Hvað eldaru oftast? Ristað brauð
Uppáhaldskvikmynd? 300
Uppáhaldssjónvarpsþættir? Simpsons fjölskyldan
Uppáhaldshljómsveit? Bock Van Blerq
Uppáhaldsvefsíða? internationalsportsnet.com og voetbalkrant.com
Skrýtnastur í liðinu? Andy og Atli
Fallegastur í liðinu? Bjarni Hólm (það er það sem konunni minni finnst..)
Erfiðastur að eiga við á æfingum, af hverju? Andri
Besti samherjinn? Heimir þjálfari !
Ef þú værir fastur á eyðieyju og þyrftir að velja tvo leikmenn úr liðinu til að vera með þér, hverjir væru það og af hverju myndiru velja þá? Pétur því það yrðu einhverjar góðar samræður þar og svo Jonah því hann getur kveikt eld
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Jeffsie, Garner og Ingi
Ljóshærðar eða dökkhærðar? Ljóshærðar...
Frægastur í gemsanum þínum? Ég
Í hvernig skóm spilaru? Þeim sem ég fæ frítt
Skemmtileg saga úr boltanum? Að koma til ÍBV er nokkuð skemmtilegt
Eitthvað að lokum? Áfram Eyjamenn!