Fótbolti - Leikmannakynning: Jonah David Long

14.ágú.2007  13:46
Lesendur síðunnar hafa aðeins fengið að kynnast Jonah Long í sumar. Hann er tæplega þrítugur Bandaríkjamaður sem er á öðru ári sínu hér hjá ÍBV. Jonah stóð sig mjög vel í fyrra og skoraði m.a. eitt af mörkum sumarsins með þrumufleyg uppí samskeytin beint úr aukaspyrnu. Jonah hefur því miður verið meira og minna meiddur síðan í æfingaferð liðsins til Spánar og hefur nær ekkert leikið með liðinu. Hann er nú í meðferð í Reykjavík hjá hnykkjara sem vonast til að geta fundið bót meina hans. Er jafnvel talið að mjaðmagrindin í honum sé skökk og eitthvað vesen með spjaldliðina en vonandi fær hann eitthvað út úr þessari meðferð sem nú er hafin.

Nafn? Jonah David Long
Aldur? 27
Hvar ertu fæddur? Bakersfield, Kaliforníu USA
Fjölskylda? Ekki ennþá...
Uppáhaldslið? Chicago Bears í NFL deildinni
Uppáhaldsíþróttamaður? Kaka
Besti matur? Svið (kindahausar), þótt ég hafi aldrei smakkað það!
Versti matur? Hákarl
Uppáhaldsdrykkur? Kaffi
Kanntu að elda? Ja.. stundum
Hvað eldaru oftast? Samlokur með hnetusmjöri og hunangi
Uppáhaldskvikmynd? Talladega Nights
Uppáhaldssjónvarpsþættir? Góð spurning....
Uppáhaldshljómsveit? Jack London
Uppáhaldsvefsíða? Það eru svo margar
Skrýtnastur í liðinu? Ég
Hver er fallegastur í liðinu? Andri (Andrea) hann er með svo flott hár!
Erfiðastur að eiga við á æfingum, af hverju? Allir
Besti samherjinn? Þeir eru allir góðir
Ef þú værir fastur á eyðieyju og þyrftir að velja tvo leikmenn úr liðinu til að vera með þér, hverjir væru það og af hverju myndiru velja þá? Andrew og Augustine, því þeir eru sennilega þeir nægjusömustu í liðinu
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Ég held að við höfum engan "alvöru" hustler, leiðinlegt.....
Ljóshærðar eða dökkhærðar? Ég tek það sem ég fæ....
Frægastur í gemsanum þínum? Tim Biakbatuka. Fyrrverandi fótboltamaður í NFL deildinni í USA
Í hvernig skóm spilaru? Nike Supremacy
Skemmtileg saga úr boltanum? Eitt sinn þurfti ég að fara af velli af því að ég var með niðurgang
Eitthvað að lokum? I love you guys!