Fótbolti - 1 deild: Markaleikur í Garðabænum

13.ágú.2007  10:22

Jón Helgi Gíslason skrifar:

Á fyrstu tíu mínútum leiksins var Stjarnan meira með boltann án þess að skapa sér einhver hættuleg færi enda komust þeir lítt gegn sterkri vörn Eyjamanna. Atli fékk þó eitt hálffæri eftir sendingu frá Pétri en skaut framhjá. Eyjamenn sóttu svo í sig veðrið og fengu mikið af ágætis aukaspyrnum á vallarhelmingi Stjörnurnar en náðu ekki að nýta sér það. Stjarnan fékk ágætis færi en tókst ekki að nýta það.

Eftir tuttugu og fimm mínútna leik fékk Jeffsy fínt færi en skallaði yfir eftir sendingu frá Arnóri. Þremur mínútur síðar ver markmaður Stjörnunnar frá Pétri eftir aukaspyrnu Matts Garner og upp úr skotinu hjá Pétri fékk Bjarni Hólm dauðafæri en dúndraði boltanum vel yfir. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks beittu Stjörnumenn háum sendingum fram, sem þeir gerðu reyndar allan fyrri hálfleikinn, en vörn ÍBV átti í engum vandræðum með þær enda Palli og Bjarni þar sem kóngar.

Stjörnumenn byrjuðu betur í seinni hálfleiknum og sköpuðu sér nokkur ágætis færi. Á 56. mín fékk Jeffsy aftur gott skallafæri, nú dauðafæri, en skallaði yfir eftir sendingu frá Inga utan af kanti. Á 59. mín fengu Stjörnumenn mjög ódýrt víti er Guðjón Baldvinsson framherji þeirra lét sig hreinlega detta í viðskiptum sínum Palla og dómarinn féll í gildruna.

Á 63. mínútu hófst svo ótrúlegur kafli. Jeffsy skoraði þá beint úr aukaspyrnu framhjá varnarveggnum og jafnaði leikinn. Mínútu síðar komust Stjörnumenn aftur yfir eftir mikinn einleik Guðjóns Baldvinssonar. Hann fór þá illa með vörn ÍBV og sendi á Jónmund Einarsson sem setti boltann auðveldlega í markið. Mínútu síðar jafnaði Atli aftur eftir sendingu frá Pétri, Atli skaut og markmaðurinn varði en hann náði frákastinu og skoraði.

Á 75. mínútu fékk Atli víti eftir skallasendingu frá Andra Ólafs og Jeffsy skoraði örugglega úr vítinni. Á sömu mínútu fékk einn Stjörnumaðurinn sitt annað gula spjald eftir brot á Atla og þar með rautt. Nokkrum mínútum síðar skaut Andri yfir úr dauðafæri eftir sendingu og frábæran einleik Bjarna Rúnars. En báðir komu virkilega sterkir inná í leiknum.

Tveimur mínútum fyrir leikslok skoraði Arnór með þrumuskoti eftir hornspyrnu. Hún fór beint á kollinn á Andy sem skallaði í bakið á einum Stjörnumanninum, boltinn hrökk svo út til Arnórs sem skoraði með þrumuskoti.

Einkunnir Jóns Helga:
Krummi: 8
Arnór: 9
Matt: 8,5
Bjarni: 6,5
Palli: 8,5
Andy: 9
Jeffsy: 9
Pési: 8 (Andri 8)
Ingi: 8
Stebbi: 7 (Bjarni Rúnar 8)
Atli: 8,5 (Anton -, spilaði í fimm mín.)