Fótbolti - 1 deild: Atli með þrennu í 6-0 sigri á Reyni

27.júl.2007  22:02
Eyjapeyjar sýndu mátt sinn og megin í kvöld er þeir rótburstuðu Reynismenn með sex mörkum gegn engu. Markatalan í þremur viðureignum liðanna í sumar er því 17-1 Eyjamönnum í vil sem er auðvitað ótrúlegt. Atli Heimisson skoraði þrjú mörk í kvöld, Pétur Run setti tvö og Yngvi Bor kom inn á og sett eitt. Yfirburðir Eyjamanna voru miklir eins og tölurnar gefa augljóslega til kynna. Áhorfendur höfðu á orði að þetta hefði verið hálf leiðinlegur leikur á að horfa, slíkir voru yfirburðirnir. Það tók þó liðið fyrstu 25 mínúturnar að brjóta Reynismenn á bak aftur en eftir fyrsta markið var ekki aftur snúið. Eyjaliðið gat leyft sér að hvíla Jeffsie, sem á við smávægileg meiðsli að stríða og auk þess kom Yngvi inn í stutta stund. Glæsilegur sigur strákar og þá er það bara Fjarðabyggð á þriðjudaginn þar sem strákarnir ætla að starta Þjóðhátíðinni með sigri. Til hamingju peyjar, með glæsilegan sigur í kvöld!