Fótbolti - Kvennaráðið verður með útsölu á Bryggjudegi

19.júl.2007  22:05
Knattspyrnuráð kvenna verður með útsölu á íþróttafatnaði á Bryggjudegi í Friðarhöfn á laugardag kl. 13.00-16.00. Seld verða ýmis konar íþróttaföt á tækifærisverði. Þarna verður hægt að gera dúndurkaup á ónotuðum fatnaði s.s.bolum, stuttbuxum, sokkum, og alls kyns íþróttafatnaði í eigu félagsins. Konurnar hvetja alla til að kynna sér hvað í boði er, og gera kjarakaup fyrir alla fjölskyldumeðlimi.