Fótbolti - Leikmannakynning: Atli Heimisson

27.jún.2007  15:15
Nýjasti leikmaður ÍBV er hinn ungi Atli Heimisson sem kom til liðsins nú fyrir nokkrum vikum síðan frá Aftureldingu í Mosfellsbæ. Hann hefur staðið sig mjög vel það sem af er og skorað þrjú mörk auk þess að eiga þátt í fleirum. Það er vonandi að við höldum drengnum sem lengst hér í Eyjum. Atli svaraði góðfúslega nokkrum laufléttum og nettum spurningum.

Nafn: Atli Heimisson
Aldur: 19 eins og er
Fæðingarstaður: Danmörk
Fjölskylda: Mamma, Pabbi, Stjúpabbi, Stjúpmamma, Sigfús, Karen, Árni, Atli
Fannar, Þórður, Kári og Guðný
Uppáhaldslið? Man City
Hvernig líst þér á Sven Göran sem nýjan framkvæmdastjóra hjá City? Bara ógeðslega vel, gæti ekki verið ánægðari með hann sem nýjan framkvæmdastjóra
Uppáhaldsíþróttamaður? Cristiano Ronaldo
Áhugamál? Fótbolti, snjóbretti og hestar
Besti matur? Kjöt með bernaisse sósu og kartöflusalati
Versti matur? Slátur
Skrýtnastur í liðinu? Palli
Grófastur í liðinu? Palli
Uppáhaldskvikmynd? Veit ekki, svo margar. Notebook kannski haha
Uppáhaldssjónvarpsþættir? Friend´s, hvað annað!
Ljóshærðar eða dökkhærðar? Hingað til hafa þær verið ljóshærðar en dökkt er að detta inn...
Hvað finnst þér um Vestmannaeyjar? Frábær staður. Rólegur og þægilegur. Enginn æsingur. Veðrið er upp og niður, aðallega upp þó
Helsti munurinn á Aftureldingu og ÍBV? Styrkleikinn á liðunum og hvernig umgjörðin er í kringum félagið, mun betri hjá ÍBV
Helsti munurinn á Mosfellsbæ og Vestmannaeyjum? Það er í sjálfu sér ekki mikill munur. Báðir staðir litlir og þægilegir
Hefuru eitthvað farið á hestbak hjá Gunnari í Lukku? Nei, ekki neitt ennþá og stefni nú svo sem ekkert á það. Ef ég fer á hestbak í sumar þá verður það bara í sveitinni hjá mömmu og pabba
Eftirminnilegasta atvik úr boltanum? Það er svo margt en örugglega atvikið þegar
vinur minn Höddi hljóp nakinn úti á Spáni um æfingasvæðið eftir að hafa tapað í homma