Fótbolti - ÍBV semur við Augustine Nsumba

15.jún.2007  21:34

Efnilegur leikmaður frá Úganda

Úgandamaðurinn Augustine Nsumba er á leið til ÍBV - gengið hefur verið frá samningum um að þessi tvítugi peyji gangi til liðs við ÍBV, Pappírsvinnan hefur verið í gangi núna í nokkurn tíma og nú virðast allir hlutir komnir nokkurn vegin í höfn því í dag samþykkti knattspyrnusamband Úganda beiðni okkar um keppnisleyfi fyrir leikmanninn knáa sem hefur þótt einn efnilegasti leikmaður Úganda í nokkur ár. Hann hefur leikið með SC Villa sem er sama lið og Andrew Mwesigwa lék með áður en hann gekk til liðs við okkur í fyrra. Nsumba mun koma til landsins um leið og atvinnuleyfi hans er klárt en hann er eins og áður sagði nú þegar kominn með leikheimild með ÍBV. - Leikmaðurinn er hugsaður sem einn af framtíðarleikmönnum ÍBV og var samið við hann til 3ja ára. Leikmenn frá Afríku þurfa oft meiri aðlögunartíma en leikmenn frá Evrópu og verður gaman að sjá hvernig honum gengur að aðlagast nýjum aðstæðum. Sem dæmi má benda á að landslið Úganda er að fara að spila í Leshoto á morgun í undankeppni Afríkubikarsins og eitt stærsta áhyggjumál Úgandamanna er kuldinn í Lesohto en þar er 15 stiga hiti