Fótbolti - Uppfært: Þokuslæðingur yfir Eyjum - orðið fært, það verður leikur !

11.jún.2007  12:33
Nú þegar sjö og hálfur tími eru í upphafsflautið í leik ÍBV og Aftureldingar í VISA-bikar karla er staðan þannig að þokuslæðingur er yfir Eyjunum og er ófært eins og er. Hins vegar segja spár til um að þokunni eigi að létta nú á næstu klukkutímum þannig að það er allt útlit fyrir að leikurinn verði á tilskyldum tíma. Ef svo skyldi fara að þokan haldist fram eftir degi þá færum við ykkur fréttir af stöðu mála seinna í dag. Í þessum skrifuðu orðum sitja leikmenn ÍBV inní Týsheimili undir ræðu Heimis þjálfara eftir vel útilátna sigurmáltíð. Mikill hugur er í mönnum og eru allir staðráðnir í að halda sigurgöngunni áfram og sem fyrr hvetjum við alla til að mæta á leikinn í kvöld.

Uppfært: það er orðið fært og það verður leikur !