Fótbolti - TOYOTA

21.apr.2007  16:37

nýr aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar karla

Í dag var undirritaður 3ja ára samstarfsamningur á milli TOYOTA á Íslandi og Knattspyrnudeildar karla, ÍBV. TOYOTA verður því aðalstyrktaraðili deildarinnar og munu TOYOTA stafirnir prýða framhlið hins fallega búnings félagsins. Það er deildinni mikið ánægjuefni að Maggi Kristins og fyrirtæki hans hans skuli hafa gengið til liðs við ÍBV samningurinn er mjög góður fyrir félagið og nú er það okkar að standa við okkar hluta og fara upp um deild og halda okkur þar.
Um leið og þetta var kunngjört var nýr keppnisbúningur félgsins kynntur til sögunnar og er hann óneitanlega glæsilegur alhvítur með rauðum TOYOTA stöfunum. Það eru því tvö af stærri félagsliðum Evrópu sem bæði leika í í hvítum búningum og með Toyota á framhliðinni ÍBV og Valencia.
Takk fyrir okkur Maggi og félagar hjá TOYOTA
ÁFRAM á TOYOTA
ÁFRAM ÍBV alltaf alls staðar og um alla eilífð