Fótbolti - Góður sigur á Reykjavíkur Þrótti

30.mar.2007  06:45

Leikmenn að skila sér - lagt af stað til Spánar í morgun
Strákarnir léku í Lengjubikarnum í gærkvöldi og unnu góðan sigur 3-1 á gervigrasinu í Laugardal. Fyrsta markið skoraði Yngvi Magnús Borgþórsson úr víti, staðan 1-1 í hálfleik. en í síðari hálfleik skoraði Anton "markamaskína" Bjarnason tvívegis og tryggði okkur góðan sigur. Þetta var því gótt veganesti fyrir æfingaferðina sem menn lögðu upp í í morgun.
2. Fl. lék í gær en þar lutu menn í gars 5-1 en Hafþór Jónsson skoraði mark ÍBV.
Jonah Long er mættur til leiks en Andrew Mwesigwa kemur til móts við liðið á Spáni, eftir að hafa staðið sig frábærlega í leik með landsliði Úganda gegn Nígeríu um síðustu helgi að mati þarlendra fjölmiðla. Lee Paul enskur framherji sem vill fá að reyna sig hjá okkur ætlar að mæta til Spánar. 4-5 önnur nöfn eru á listanum yfir leikmenn sem stendur til að skoða á næstu vikum en það mun skýrast þegar að liðið kemur heim frá Spáni.

Við vonumst til þess að Jón Óskar og félagar sendi reglulega pistla frá Spáni

Hérna má svo lesa skemmtilega frétt um leikinn af heimasíðu Þróttar, alltaf stutt í húmorinn hjá þessum Kötturum