Fótbolti - ÍBV semur við Ellert Scheving

16.mar.2007  16:48
Síðasta haust samdi ÍBV við 5 unga leikmenn í 2. flokki og nú hefur Ellert Scheving bæst í þennan fríða hóp leikmanna í 2. flokki ÍBV sem skrifað hefur undir samning við félagið. Ellert hefur verið að bæta sig verulega og er að komast í fluggírinn og verður gaman að fylgjast með honum á næstu vikum og mánuðum. Til hamingju Ellert - stattu þig svo drengur!