Fótbolti - Atli Jóh. framlengir við ÍBV

15.okt.2006  23:00
Í kvöld náðist samkomulag milli Atla Jóhannssonar og knattspyrnuráðs um nýjan samning. Samningur þessi er til eins árs, en verður endurskoðaður um mitt næsta tímabil, 2007 þ.e.a.s.. Það er okkur gleðiefni að þetta samkomulag hafi náðst en knattspyrnudeildin hefur fengið þó nokkuð af fyrirspurnum um Atla upp á síðkastið.
Samningaviðræður við aðra leikmenn eru einnig í gangi og verið er að reyna að ganga frá samningum við nokkra af okkar ungu og efnilegu leikmönnum og getum við vonandi skýrt frá einhverju varðandi það þegar líður á vikuna.