Fótbolti - Hrafn og Bjarni Hólm í U-21 fyrir leikinn gegn Ítölum þann 1. september n.k.

24.ágú.2006  11:55

Þeir kumpánar Hrafn og Bjarni Hólm hafa báðir verið valdir í hópinn sem mæta mun liði ítala í næstu viku. Strákarnir léku báðir í leiknum gegn Austurríki ytra um daginn en þeim leik lyktaði með jafntefli og með sigri á Ítölum getur liðið komist upp úr riðlinum og áfram í keppni U-21 liða. Veit nú ekki hvort það eru leikmenn frá Cagliari eða Perugia í hópnum hjá Ítölum en geri samt ráð fyrir að liðið sé geysisterkt. EN þá verðum við bara að spíta í lófana.
Menn velta oft fyrir sér hvernig undirbúningur landsliðs gengur fyrir sig - hér að neðan má sjá dagskrá Íslenska liðsisns fyrir þennan leik:

Dagskrá U21-landsliðs
Ísland - Andorra föstudaginn 1. september

Dvalarstaðir:
30. ágúst - 1. september: Hótel Selfoss

Miðvikudagur 30. ágúst 14:00 Mæting KSÍ
14:45 Koma á Hótel Selfoss
17:45 Brottför á æfingu
18:00 Æfing
20:00 Kvöldverður
20:30 Nudd og meðferð (video Ítalía - Króatía)
23:00 Hvíld

Fimmtudagur 31. ágúst 09:00 Morgunverður
09:45 Brottför á æfingu
10:00 Æfing
12:30 Hádegisverður
13:00 Hvíld og meðferð
16:00 Kaffi
18:45 Brottför á æfingu
19:00 Æfing
20:30 Kvöldverður
21:00 Fundur
23:00 Hvíld

Föstudagur 1. september 09:00 Morgunverður
10:00 Æfing
12:30 Hádegisverður
14:30 Fundur
15:00 Pastamáltíð
17:45 Brottför í leik
19:00 Ísland - Ítalía