Fótbolti - Luka Kostic í eyjum

21.apr.2006  09:44

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U-17 og U-21, kom í heimsókn hingað til eyja 18.apríl síðastliðin en Luka sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ. Luka byrjaði á því að halda góðan fyrirlestur fyrir alla þjálfara ÍBV en eftir það sá hann um æfingu 2.flokks karla þar sem þjálfarar fylgdust með. Að því loknu fór hann um og fylgdist með þjálfurum að störfum og aðstoðaði við æfingar hjá þeim.

Stenft er að því að Luka komi hingað aftur í sumar og haldi fleiri fyrirlestra. Óhætt er að segja að menn séu mjög ánægðir með þessa heimsókn Luka og hafi lært mikið á henni, en Luka var stórhrifinn á því að koma til eyja og það sem hér er að gerast.