Fótbolti - Góður sigur á Blikum

03.apr.2005  18:26

Meistaraflokkur karla vann í dag góðan sigur á Breiðablik 1-0 í Fífunni í Kópavogi. Það var hinn gamalkunni Steingrúmur Jóhannesson sem skoraði mark okkar. Í lið okkar í dag vantaði m.a. Atla Yo, Bjarna Geir, Einars Hlöðver, Ian Jeffs og svo eru náttúrulega Matthew Platt og James Robinson ekki en búnir að sýna andlit sitt á æfingu. En við stilltum upp okkar sterkasta mögulega liði í dag og vorum fyrstir til að leggja hið ágæta lið Bjarna Jóh., sem líklegt er til afreka í fyrstu deildinni í sumar, af velli. Pétur Runólfs. Birkir og Bjarni Rúnar þóttu standa sig hvað best í dag að mati míns heimildarmanns á vellinum, en ef þjálfarinn bætir einhverju við í kvöld þá set ég það inn.

Byrjunarliðið var þannig skipað:

Birkir Kristinsson

Adólf Sigurjónsson

Bjarni Hólm Aðalsteinsson

Páll Hjarðar

Anton Bjarnason

Pétur Runólfsson

Andri Ólafsson

Magnús Már Lúðvíksson

Egill Jóhannsson

Bjarni Rúnar Einarsson

Steingrímur Jóhannesson

  

Inn á komu þeir:

Sæþór Jóhannesson kom inn á fyrir Egil

Elvar Aron Björnsson kom inná fyrir Bjarna Rúnar

Hafþór Jónsson kom inn fyrir Anton, og var þetta fyrsti meistaraflokksleikur Hafþórs.

Hrafn Davíðsson markvörður var svo á bekknum líka og var komin í hvíta treyju tilbúinn að fara inn á sem útileikmaður í lokin en dómarinn sá við honum og blés leikinn af.

Páll Hjarðar fékk rautt í seinni hálfleik.

Næst stendur fyrir dyrum æfingaferðin til Portúgal en við komum nánar að henni á morgun.