Eyjasýn verðlaunaði í gær ÍBV á árlegri verðalunaafhendigu fyrirtækisins fyrir framtak í íþróttum íþróttum. Ómar Garðarsson ritstjóri Frétta sagði í inngangi að ekki væri sjálfgefið að bæjarfélag sem teldi rétt rúmlega fjögurþúsund íbúa státaði af jafn öflugu íþróttastarfi. Félagið varð Íslands, bikar og deildarmeistari í kvennahandknattleik og deildar og bikarmeistari í kvennaknattspyrnu, auk þess sem knattspyrnulið karla tryggði sér Evrópusæti og árangur handknattleiksliðs karla var ágætur. Óskar Freyr Brynjarsson formaður félagsins tók við verðlaununum fyrir hönd félagsins og í viðtali við fjölsýn sem sýnt var við afhendinguna þakkaði Óskar góðan árangur félgasins þeim mannauð sem félagið byggir starf sitt á. Til hamingju félagar.