Fótbolti - Sesar Örn til ÍBV

21.nóv.2025  15:00

Knattspyrnumaðurinn Sesar Örn Harðarson hefur gengið til liðs við ÍBV frá nágrönnum okkar á Selfossi. Hann er 19 ára sóknarmaður sem kemur til með að auka breidd liðsins fram á við á komandi leiktíð. Sesar gerir tveggja ára samning við knattspyrnudeildina.

Hann lék í 13 leikjum Selfoss af þeim 22 sem liðið spilaði í Lengjudeildinni í ár og skoraði eitt mark. Hann lék 3 leiki með U17 ára landsliði Íslands árið 2023 og lék 2 leiki með U19 ára liðinu í fyrra.

„Sesar er efnilegur sóknarleikmaður sem getur búið til hluti upp á eigin spýtur, ég er virkilega spenntur að byrja að vinna með honum,“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, um leikmanninn.

Knattspyrnuráð býður Sesar velkominn til Vestmannaeyja.