Fótbolti - Helena Hekla áfram hjá ÍBV

18.nóv.2025  15:00

Knattspyrnukonan Helena Hekla Hlynsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um tvö ár og verður því hjá félaginu til loka árs 2027.

Helena Hekla lék með ÍBV árið 2018 og 2019 en hefur síðan leikið með ÍBV síðustu þrjú leiktímabil frá því að hún skipti til félagsins frá Selfossi á miðju tímabili 2023. Hún hefur verið einn af betri bakvörðum Lengjudeildarinnar síðustu ár og því mikið gleðiefni að hún verði áfram leikmaður félagsins næstu tvö tímabil.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur þessi 22 ára leikmaður mikla reynslu sem mun nýtast ungu liði ÍBV vel á næstu tveimur tímabilum.