Pólski markvörðurinn Marcel Zapytowski hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um tvö ár. Markvörðurinn hefur komið virkilega vel inn í lið ÍBV á tímabilinu en einungis Íslandsmeistarar Víkings hafa fengið á sig færri mörk í deildinni heldur en ÍBV.
Marcel sem er 24 ára pólskur markvörður hefur notið þess að vera í Vestmannaeyjum og vill því vera áfram hjá liðinu. Hann hefur leikið 25 af 26 deildarleikjum ÍBV á tímabilinu.
Hann hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína á tímabilinu og hlakkar knattspyrnuráð til áframhaldandi samstarfs við markvörðinn.