Fótbolti - Allison Lowrey áfram hjá ÍBV

29.ágú.2025  13:00

Bandaríska knattspyrnukonan Allison Grace Lowrey hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2026. Allison kom til liðs við ÍBV frá Texas A&M en þar lék hún meðal annars í háskólaboltanum.

Allison er 23 ára sóknarmaður sem hefur slegið í gegn í Lengjudeildinni og Mjólkurbikarnum í sumar, samtals hefur hún skorað 27 mörk í þessum tveimur keppnum og einnig komið að öðrum 13. Hún skoraði mark í öllum bikarleikjum liðsins í sumar en liðið fór alla leið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Þá hefur hún skorað mark eða mörk í 14 af 17 deildarleikjum ÍBV á tímabilinu.

Knattspyrnuráð fagnar þessum gleðitíðindum og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.