Fótbolti - Jovan Mitrovic farinn aftur til Serbíu

15.júl.2025  12:00

Serbneski knattspyrnumaðurinn Jovan Mitrovic hefur snúið aftur til Serbíu eftir að hafa leikið fyrri hluta tímabilsins með ÍBV. Jovan tók samtals þátt í 14 leikjum fyrir ÍBV, þar af 9 í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum.

Jovan hjálpaði til við að breikka hópinn og byrjaði meðal annars í sterkum sigri á FH á Þórsvellinum. Hann hefur nú ákveðið að halda sínum ferli áfram í Serbíu og reyna fyrir sér í deildarkeppninni heima fyrir.

Knattspyrnudeildin vill þakka Jovan fyrir samstarfið og óska honum velgengni í því sem tekur við hjá honum.